36 milljarðar farnir á viku

Markaðsvirði fé­lags­ins við lok­un markaða 31. janúar s.l. nam 110,5 …
Markaðsvirði fé­lags­ins við lok­un markaða 31. janúar s.l. nam 110,5 millj­örðum króna en 74,2 milljörðum í dag. Það þýðir að 36,3 milljarðar af markaðsvirði fyrirtækisins hafa þurrkast út á rúmri viku. mbl.is/Árni Sæberg

Hlutabréf í Icelandair Group lækkuðu um 1% í verði í dag og eru komin niður í 14,85 krónur á hlut. Við lokun markaða á þriðjudaginn í síðustu viku var verð á hlut 22,1 króna og því er um 32,8% lækkun að ræða á rúmri viku.

Bréfin lækkuðu um tæp 24% á miðvikudaginn í kjölfar afkomuviðvörunar frá félaginu þar sem greint var frá því að gert væri ráð fyr­ir minni tekj­um og hagnaði á þessu ári en áætlað hafði verið. Síðan þá hafa bréfin fallið daglega.  

Markaðsvirði fé­lags­ins við lok­un markaða 31. janúar s.l. nam 110,5 millj­örðum króna en 74,2 milljörðum í dag. Það þýðir að 36,3 milljarðar af markaðsvirði fyrirtækisins hafa þurrkast út á rúmri viku.

Fé­lagið greindi frá því í gær að það ætli sér að breyta upp­bygg­ingu far­gjalda og vöru­fram­boði og eiga þær aðgerðir að skila fé­lag­inu 30 millj­ón­um dala í bættri af­komu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK