Gulrætur ódýrari en klipping dýrari

Kvennaklipping er töluvert dýrari í dag en hún var árið …
Kvennaklipping er töluvert dýrari í dag en hún var árið 2000. Getty images

Þrátt fyrir talsverða verðbólgu síðustu sautján ár hefur verð ýmissa vara lækkað að raunvirði. Gulrætur og leikskólagjöld hafa t.d. lækkað um helming frá 2000 en húsnæðiskostnaður hefur þó vaxið.

Þetta kemur fram hjá Greiningardeild Arion banka sem hefur farið yfir breytingar hagkerfisins á öldinni.

Þegar litið er á raunverðsbreytingar milli áranna 200 og 2016 í hlutfalli við vísitölu neysluverð má t.d. sjá að bjórinn í Vínbúðinni er um 18% ódýrari í dag. Þá er kaffið, mjólkin, skyrið og osturinn einnig ódýrari. Töluverður verðmunur er á kæliskápum sem eru í dag um 40% ódýrari. 

Hins vegar er 45% dýrara fyrir konur að fara í klippingu og tóbakið er mun dýrara; tæplega 60% verðmunur er á sígarettupakka og 75% munur á neftóbaki.

Ráðstöfunartekjur á hvert miðlungs heimili eru svipaðar 2015 og 2000 en það gæti skýrst af minni fjölskyldum að sögn Greiningardeildar Arion. Staða flestra hefur breyst til hins betra frá 2015 með 12% vexti kaupmáttar. Tekjudreifing hefur þó orðið lítillega ójafnari frá aldamótum þó að hún sé sú jafnasta í Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK