Hlutabréf VÍS lækka áfram

Hlutabréf VÍS hafa haldið áfram að lækka í dag en þó minna en í gær. Bréfin hafa lækkað um tæpt prósentustig í viðskiptum dagsins en lækkunin í gær var 3,4 prósent í 341 milljón króna viðskiptum. Velta með bréfin í Kauphöllinni nemur 63 milljónum króna og er þetta mesta lækkun dagsins.

Viðskiptmogginn greindi frá því í gær að þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins hefðu ákveðið að draga úr stöðu sinni í tryggingafélaginu eftir að upp komu á yfirborðið harkaleg átök á vettvangi stjórnar félagsins. 

Stjórn tryggingafélagsins sendi frá sér tilkynningu í dag vegna málsins og sagði að gagn­rýni um að stjórn­ar­hátt­um fé­lags­ins sé ábóta­vant kæmu stjórn­inni á óvart. Segir stjórnin að gagnrýnin byggi á ágisk­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK