Tímabundið sölubann á þyrilsnældur

Umræddar þyrilsnældur eru ekki CE-merktar og bera ekki varúðarmerkingar í …
Umræddar þyrilsnældur eru ekki CE-merktar og bera ekki varúðarmerkingar í samræmi við gildandi reglur um leikföng. Ljósmynd/Neytendastofa

Neytendastofa lagði fyrir helgi tímabundið bann hjá þremur innflytendum við sölu og afhendingu á þyrilsnældum (e. fidget spinner) vegna skorts á merkingum og upplýsingum um vöruna.

Fram kemur á vef Neytendastofu, að snældurnar séu ekki CE-merktar og beri ekki varúðarmerkingar í samræmi við gildandi reglur um leikföng.

„Ríkar kröfur eru gerðar varðandi framleiðslu leikfanga s.s. efnainnihald, kröfur um að smáir hlutir losni ekki frá og skapi köfnunarhættu o.fl. Innflytjendur hafa ekki á þessu stigi máls lagt fram gögn sem sýna fram á öryggi vörunnar í samræmi við gildandi lög og reglugerðir,“ segir í tilkynningu.

Þá segir, að Neytendstofa og önnur stjórnvöld sem fari með eftirlit með öryggi vöru á Evrópska efnahagssvæðinu séu um þessar mundir að fjarlæga af markaði þyrilsnældur sem ekki fullnægji kröfum.

„Mörg hundruð þúsund eintök hafa verið tekin af markaði að undanförnu vítt og breitt á Evrópska efnahagssvæðinu og vörum einnig vísað frá í tolli í EES-ríkjum. Neytendastofa vill hvetja almenning og forráðamenn að huga að því að á þessu stigi er ekki vitað um hvaða efni eru í vörunum og tilkynningar hafa borist stjórnvöldum um að smáir hlutir hafi losnað. Nánari upplýsingar er unnt að fá hjá Neytendastofu postur@neytendastofa.is.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK