Tekur Trump nafnið af hótelinu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Nýr eigandi Trump-hótelsins í Toronto í Kanada mun taka nafn forsetans Donald Trump af byggingunni en kaupin voru tilkynnt í gær. Hótelið er 65 hæða hátt og stendur í miðborg Toronto. Hótelið varð gjaldþrota á síðasta ári en eftir að Trump varð kjörinn forseti var við og við mótmælt fyrir utan hótelið.

Nýr eigandi hótelsins, JCF Capital, lýsti því yfir í gær að samkomulag hafði náðst um að slíta samningi Trump stofnunarinnar um rekstur hótelsins. Jay Wolf, forstjóri JCF sagði það hafa verið gert í góðu og að það hafi verið ánægja að vinna með Trump stofnuninni.

Forsetinn átti aldrei hótelið heldur var það í eigu hótelkeðju í nafni hans. Hótelið hefur verið erfitt í rekstri, þá helst vegna mikils kostnaðar við viðgerðir en þá hefur það glímt við skort á bókunum síðustu ár.

Talskona Wolf vildi ekki tjá sig um ástæður þess að samningurinn við Trump stofnunina hafi verið slitinn. En samkvæmt frétt New York Times er mögulegt að pólitískur ferill Trump hafi haft neikvæð áhrif á reksturinn. Hollywood stjörnur og kvikmyndaver hunsuðu hótelið á síðasta ári þegar að alþjóðlega kvikmyndahátíðin fór fram í borginni. Áður en Trump hóf forsetaframboð sitt voru blaðamannafundur og stjörnur daglegt brauð á hótelinu.

Hótelið var byggt af fjárfestinum Alex Shnaider sem varð auðugur á stálverksmiðjum í Sovétríkjunum. Hann reyndi að nota nafn Trump og ímynd þegar að raunveruleikaþættirnir Celebrity Apprentice voru sem vinsælastir til þess að selja hótelherbergi.

Frétt NYT.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK