Tjarnargatan hagnaðist um 13,7 milljónir

Arnar Helgi Hlynsson og Einar Ben stofnuðu Tjarnargötuna árið 2011.
Arnar Helgi Hlynsson og Einar Ben stofnuðu Tjarnargötuna árið 2011. mynd/Tjarnargatan

Framleiðslufyrirtækið Tjarnargatan hagnaðist á síðasta ári um 13,7 milljónir króna en rekstrarhagnaður fyrirtækisins eftir afskriftir nam 21 milljón króna. Þá nam hrein eign félagsins í árslok 14,3 milljónum.

Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins sem hefur samkvæmt tilkynningu vaxið statt og stöðuglega frá stofnun þess árið 2011. Samkvæmt ársreikningi Tjarnargötunnar hækkar handbært fé félagsins um  107% milli ára og fer eiginfjárhlutfall félagsins úr 12.4% í 37.6%

Skuldir félagsins lækka jafnframt sem um nemur þriðjung, eða 9,2 miljónum, á milli ára samhliða því að velta eykst um 8% frá árinu 2015.

Tjarnargatan var stofnuð árið 2011. Eigendur hennar eru Einar Ben, Arnar Helgi Hlynsson, Daníel Oddsson og Freyr Árnason. 

„Það eru í raun samspil þriggja þátta sem útskýrir góðan gang félagsins,“ er haft eftir Einari Ben, framkvæmdastjóra félagsins í tilkynningu. 

„Fyrst og fremst er það mannskapurinn sem hjá okkur vinnur sem sannarlega leggur allt sitt í verkefnin, hvort heldur sem það er í hugmyndarvinnu, framkvæmd eða framleiðslu.  Hversu stór eða smá sem verkefni eru þá eru þau öll jafn mikilvæg og fá því öll sömu meðferð.  Í öðru lagi eru það góðir viðskiptavinir.  Traust á þær hugmyndir og framleiðslu sem við leggjum til. Síðast en ekki síst er það skipulag og ferlar sem hafa styrkst mikið með innkomu nýrra meðeiganda og utanaðkomandi stjórnar sem hafa rýnt til gagns í allt skipulag og tekið þátt í  stefnumótun félagsins fyrir næstu ár.“ 

Í tilkynningu segir að Tjarnargatan hefur verið leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á auglýsingarefni og „hefur á stuttum tíma skapað sér sérstöðu í framleiðslu á alhliða myndefni, þar sem undir sama hatti starfa hugmyndasmiðir, leikstjórar, teymi tökumanna og sérfræðinga í hverslags eftirvinnslu á myndefni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK