Kanadískum ferðamönnum fækkar

Samdrátturinn á sér stað á sama tíma og flugumferð milli …
Samdrátturinn á sér stað á sama tíma og flugumferð milli Íslands og Kanada eykst því í júní fjölgaði áætlunarferðum milli landanna tveggja um 17 prósent samkvæmt talningum Túrista.is. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kanadískum ferðamönnum fækkaði um 3,6% milli ára samkvæmt júní-talningu Ferðamálastofu. Í júní voru hér 12.612 kanadískir ferðamenn og Túristi.is bendir á að þó svo að samdrátturinn sé lítill er niðursveiflan í engum takti við þá miklu aukningu sem hefur verið í komu ferðafólks frá Kanada síðasta árið. Í maí í fyrra fóru Icelandair og WOW air í jómfrúarferðir sínar til Montréal og á sama tíma hóf WOW flug til Toronto.

„Frá þeim tíma hefur fjöldi kanadískra túrista hér á landi tvöfaldast (98%) og suma mánuði hefur aukningin verið um þreföld. Í maí sl. dró hins vegar úr aukningunni og nam hún þá 22%,“ segir í frétt Túrista.

Þá er jafnframt bent á að samdrátturinn eigi sér stað á sama tíma og flugumferð milli Íslands og Kanada eykst því í júní fjölgaði áætlunarferðum milli landanna tveggja um 17 prósent samkvæmt talningum síðunnar.  

„Þar vegur þungt nýtt áætlunarflug Air Canada en þetta stærsta flugfélag Kanada mun í sumar fljúga hingað frá bæði Montreal og Toronto,“ segir í frétt Túrista og þar er vitnað í Peter Fitzpatrick, talsmann kanadíska flugfélagsins, sem segir í svari við fyrirspurn að Íslandsflugið hafi fengið góðar móttökur og greinilega sé mikill áhugi á að því meðal Kanadamanna að sækja Ísland heim. Hann segir þó of snemmt að segja til um hvort Ísland verði hluti af vetraráætlun félagsins í nánustu framtíð.

Hér má sjá frétt Túrista í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK