Viðkvæm gögn um samkeppnisfyrirtæki

Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia.
Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia.

„Þetta er ekkert viðkvæmt gagnvart Isavia heldur kveða samkeppnislög á um að fjárhagsupplýsingum megi ekki deila milli fyrirtækja í samkeppni,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, um lagadeilu ríkisfyrirtækisins við Kaffitár. 

Greint hefur verið frá því að stjórn­end­ur Kaffitárs hafi aft­ur kært Isa­via til úr­sk­urðar­nefnd­ar um upp­lýs­inga­mál vegna synj­un­ar rík­is­fyr­ir­tæk­is­ins á að af­henda gögn um for­val fyr­ir­tæk­is­ins vegna út­leigu á veit­inga­rými í Leifs­stöð sem lauk í sept­em­ber 2014. Kaffitár ósk­ar meðal ann­ars eft­ir því að fá aðgang að upp­lýs­ing­um sem Isa­via hafði sér­stak­lega strikað yfir.

Guðni segir að fyrirkomulag útboðsins hafi verið þannig að raunhæfasta tilboðið hafi verið valið, ekki endilega hæsta tilboðið. Það hafi krafist nákvæmra og viðkvæmra gagna, meðal annars ýtarlegra fjárhagsupplýsinga og viðskiptaáætlana. 

„Við afhentum gögnin í fyrra og síðan biður Kaffitár um fleiri gögn. Þá afhendum við öll gögn, gengum lengra en upplýsingalög kveða á um, nema með yfirstrikunum yfir þessar viðkvæmu upplýsingar.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK