Óvissa um flugferðir Air Berlin í vetur

Air Berlin hefur flogið til og frá Íslandi í 12 …
Air Berlin hefur flogið til og frá Íslandi í 12 ár. AFP

Enn er óvíst hvað verður um flugferðir Air Berlin til og frá Keflavíkurflugvelli í vetur að sögn upplýsingafulltrúi Isavia. Neyðarlánið sem yfirvöld í Þýskalandi veittu flugfélaginu vegna greiðsluþrots duga til að halda flugáætlun í þrjá mánuði. 

Greint hefur verið frá því að Air Berlin sé komið í greiðsluþrot en félagið fær lánafyrirgreiðslu frá þýskum yfirvöldum til þess að halda starfseminni gangandi. Á fréttavef breska ríkisútvarpsins er greint frá því að sú upphæð dugi í þrjá mánuði. 

„Við erum í sambandi við afgreiðsluaðila á Íslandi [Airport Associates] og tengiliði okkar hjá Air Berlin til þess að fá frekari upplýsingar vegna þess að þetta er ákveðin óvissa fyrir þá sem eiga bókað flug,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi. 

Air Berlin flaug 5-7 sinnum í viku til Berlínar frá Keflavíkurflugvelli í sumar og 3-4 sinnum til Düsseldorf. Í kvöld eru þrjár flugferðir á vegum Air Berlin skráðir rétt fyrir miðnætti og segir Guðni að samkvæmt upplýsingum sem Isavia hefur fengið verði engin breyting á því í kvöld en annars sé best fyrir farþega sem eiga bókað flug með Air Berlin að hafa samband við félagið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK