Viðbygging fyrir flughermana rís

Tilkynnt var um kaupin í vor.
Tilkynnt var um kaupin í vor. Ljósmynd/Aðsend

Framkvæmdir standa nú yfir við nýbyggingu þjálfunarseturs Icelandair á Flugvöllum í Hafnarfirði. Byggingin mun hýsa flugherma fyrir tvær flugvélategundir, Boeing 737 MAX og Boeing 767.

Í tilkynningu frá Icelandair segir að sá fyrri komi til landsins næsta vor en sá seinni um mitt næsta ár og fari þeir strax í notkun. Jafnframt verði í húsinu kennslustofur, verkleg aðstaða fyrir þjálfun áhafna sem og skrifstofurými. Um sé að ræða stálgrindarhús sem verði gert fokhelt í næsta mánuði.

Fyrir tveimur og hálfu ári tók félagið í notkun Boeing 757-200 flughermi og fluttist þá stærstur hluti þjálfunar flugmanna Icelandair inn í landið. Icelandair er stærsti notandinn, en erlend flugfélög svo sem FedEx, kaupa einnig þjálfun fyrir sína flugmenn í herminum, að því er segir í tilkynningunni. TRU Flight Training Iceland er dótturfélag Icelandair sem sér um rekstur á flughermum og öðrum þjálfunarbúnaði.

Í þjálfunarsetri Icelandair í Hafnarfirði starfa alls 130 manns að staðaldri, flestir á vegum tækniþjónustu félagsins, en aðrir við þjálfun og önnur störf. Yfir vetrartímann eru þar allt að 150 starfsmenn við þjálfun á degi hverjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK