Opna nýja sælkerabúð í Vesturbæ

Hönnun sælkeraverslunarinnar tekur mið af „street food“-hugtakinu.
Hönnun sælkeraverslunarinnar tekur mið af „street food“-hugtakinu. mbl.is/Árni Sæberg

„Það snýst allt um fisk hjá okkur,“ segir Elías Guðmundsson, annar eigandi Fisherman, sem opnaði í dag sælkerabúð með sjávarfang á Hagamel 67 þar sem bókabúðin Úlfarsfell var áður til húsa. 

Fisherman er 16 ára gamalt ferðaþjónustufyrirtæki sem var stofnað á Suðureyri með það markmið að endurbyggja hús sem til stóð að rífa í lítið gistiheimili. Þannig hófst reksturinn sem hefur síðan stækkað og stækkað en undanfarin ár hefur fyrirtækið einnig boðið upp á sælkeraferðir.

„Síðasta vetur tókum við ákvörðun um að opna sælkerabúð í Reykjavík til þess að jafna sveiflur í rekstri en hann getur verið nokkuð árstíðabundinn fyrir vestan.“

Í Fisherman er hægt að velja fisk, meðlæti og sósu, ýmist til að taka með eða borða á staðnum. Þá er boðið upp á ýmsa sérrétti eins og plokkfisksamloku, smjörsteiktar gellur, og djúpsteiktan fisk og franskar. 

„Við lítum fyrst og fremst á þessa verslun sem hverfisverslun og skemmtilega viðbót við Vesturbæinn,“ segir Elías. Hann segir að í raun megi kalla þetta „street food"-verslun og að hönnunin hafi tekið mið af því. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK