Vegakerfið fær falleinkunn

Ljósmynd/Sigurður Bogi Sævarsson

Uppsöfnuð viðhaldsþörf á þjóðvegum og á vegum í eigu sveitarfélaga er metin á bilinu 110-130 milljarðar. Áætlað er að viðhaldsþörfin sé um 70 milljarðar króna á þjóðvegum eingöngu og á næstu 10 árum þurfti til viðbótar 80 milljarða í reglubundið viðhald á þjóðvegum. Í samgönguáætlun fram til 2026 er einungis áformað að verja 86 milljörðum króna til viðhalds á tímabilinu. 

Í skýrslu um ástand og framtíðar­horf­ur innviða á Íslandi, sem kynnt var á opn­um fundi Sam­taka Iðnaðar­ins í morg­un, er ítarleg úttekt á vegakerfinu. Þar er ástand vegakerfisins metið slæmt, það fær aðeins 2 í einkunn á skalanum 1-5. 

Framtíðarhorfur vegakerfisins fá gula ör. Þetta merkir að þó svo að fjárfest sé í vegakerfinu á næstu tíu árum muni það ekki mæta betur en nú kröfum og þörfum á árinu 2027.

Áætlað er í skýrslunni að um 1/3 af heildarflatarmáli bundinna slitlaga á þjóðvegum á Íslandi uppfylli ekki viðhaldskröfur og að uppsafnaður vandi vegna endurnýjunar á bundnum slitlögum sé um 10 ferkílómetrar af klæðningu og 1,2 ferkílómetrar af malbiki. Þá hefur uppsöfnuð þörf fyrir endurnýjun burðarlags vega verið um 1.760 km eða um 1/3 af lengd bundinna slitlaga í þjóðvegakerfinu.

Meðalaldur brúa tæp 40 ár

Í heildina eru 1.200 brýr í umsjón Vegagerðarinnar og er meðalaldur þeirra 39 ár. Þar af er meðalaldur einbreiðra brúa 50 ár en fjórðungur þeirra er eldri en 60 ára. Það er hátt á annað hundrað brúa. Telja skýrsluhöfundar að einbreiðar brýr uppfylli ekki reglur nútímans hvað varðar burðarþol og umferðaröryggi og stór verkefni bíði úrlausnar í þeim efnum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK