Vilja auðvelda fyrirtækjaflótta frá Katalóníu

Kosið var um sjálfstæði Katalóníu um mánaðarmótin.
Kosið var um sjálfstæði Katalóníu um mánaðarmótin. AFP

Ríkisstjórn Spánar ætlar að leggja fram lagabreytingafrumvarp sem auðveldar fyrirtækjum að flytja höfuðstöðvar sínar frá Katalóníu. 

90% af þeim 2,26 millj­ón­um Katalóna sem kusu um sjálf­stæði sjálf­stjórn­ar­héraðsins í dag sögðu já en mikil átök voru milli kjósenda og lögreglu á kosningadag um síðustu mánaðarmót. Stjórn­laga­dóm­stóll Spán­ar frestaði í gær fyr­ir­huguðum þing­fundi katalónska þings­ins sem halda átti á mánu­dag til að reyna að hindra að héraðið geti lýst yfir sjálf­stæði

Sabadell-bankinn tilkynnti í gær um flutning höfuðstöðva frá Katalóníu en hlutabréf í bankanum höfðu lækkað um 10% í verði í kjölfar kosninganna. Þá munu stjórnendur CaixaBanka, þriðja stærsta banka Spánar, hittast í dag til þess að ræða framhaldið. 

Ástæðan sem Sabadell-bankinn gaf var sú að hann vildi vera með reksturinn skráðan í umdæmi Evrópusambandsins sem hefur gefið út að það viðurkenni ekki sjálfstæði Katalóníu. 

Efnahagsumsvif í Katalóníu nema fimmtungi af spænska hagkerfinu en þar eru verksmiðjur stórfyrirtækja á borð við Volkswagen og Nestle. Nánar er greint frá málinu á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka