Bensínsala N1 minnkar um tæp 10%

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Hagnaður olíufélagsins N1 á þriðja ársfjórðungi nam 963 milljónum króna og dróst saman um 10,2% frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam 1.072 milljónum króna. Bensínsala dróst saman en sala á gasolíu jókst. 

Rekstrarhagnaður N1 fyrir afskriftir nam 1.409 milljónum samanborið við 1.472 milljónir á á sama fjórðungi í fyrra. Framlegð af vörusölu jókst um 2,8% sem skýrist að mestu af hagstæðri þróun á heimsmarkaðsverði með olíu.

Þróun á heimsmarkaðsverði á eldsneyti hafði jákvæð áhrif á fjórðungnum að því er kemur fram í tilkynningu um uppgjörið. Selt magn af bensíni og gasolíu jókst um 0,4% á milli ára. Selt magn af bensíni dróst hins vegar saman um 9,5% en selt magn af gasolíu jókst um 7%. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK