Verðbólgan áfram við markmið Seðlabanka

Útlit er fyrir að verðbólga verði áfram við 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans næstu mánuðina samkvæmt greiningu Íslandsbanka.

Vísi­tala neyslu­verðs lækkaði um 0,09% milli mánaða í janú­ar og hækkaði ár­sverðbólga í 2,4% úr 1,9% í des­em­ber. 12 mánaða verðbólga hef­ur ekki mælst jafn mik­il á Íslandi síðan í maí 2014 eða í 44 mánuði.

Greining bankans spáir 0,7% hækkun í febrúar nk., 0,4% hækkun í mars og 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs í apríl. Verðbólga mun samkvæmt því mælast 2,5% í apríl næstkomandi.

Húsnæðisliðurinn er sagður líklegur til að ráða miklu um þróun verðbólgu til skemmri tíma litið. 

„Ef íbúðaverð hækkar lítið eða ekki á komandi mánuðum mun það skila minni verðbólgu en við gerum ráð fyrir. Á hinn bóginn er enn talsverður kostnaðarþrýstingur til staðar hjá innlendum framleiðendum, í smásöluverslun og í þjónustu.“

Þá er bent á að eldsneytisverð erlendis hafi hækkað talsvert síðustu mánuði og ekki sé útséð um hversu mikil heildaráhrif af þeirri hækkun verði hér á landi.

„Samspil þessara liða ræður að okkar mati hvað mestu um hvort við náum að sigla inn í fimmta ár verðbólgu undir markmiði á komandi mánuðum, eða hvort nú sér fyrir endann á því tímabili.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK