Mesta verðbólga í tæp 4 ár

Verð á fatnaði og skóm lækkar um 10% á milli …
Verð á fatnaði og skóm lækkar um 10% á milli mánaða. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í janúar lækkaði um 0,09% frá fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,4% og nálgast því verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands sem eru 2,5%. 12 mánaða verðbólga hefur ekki mælst jafn mikil á Íslandi síðan í maí 2014 eða í 44 mánuði.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkar um 0,57% frá desember 2017 og hefur vísitalan án húsnæðis lækkað um 0,9% síðastliðna tólf mánuði sem þýðir að verðhjöðnun ríkir á Íslandi ef húsnæðisliðurinn er tekinn út.

Vetrarútsölur eru víða í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 10% (áhrif á vísitöluna -0,35%). Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkar um 0,9% (0,19%). Flugfargjöld til útlanda lækka um 9,0% (-0,10%), segir í frétt Hagstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK