Enn hækka bréfin í Icelandair

Bréf Icelandair hafa hækkað um 24% á nokkrum dögum.
Bréf Icelandair hafa hækkað um 24% á nokkrum dögum. Eggert Jóhannesson

Gengi Icelandair Group hefur hækkað um 6,14% það sem af er dags í Kauphöllinni í 117,3 milljóna króna viðskiptum. Má rekja hækkuna til fjárhagserfiðleika WOW air en í gær birtust fregnir þess efnis að félagið hefði ekki greitt mótframlag í lífeyris- og séreignarsparnað frá því í október á síðasta ári.

Gengi Icelandair Group stendur í 9,4 kr. og hefur hækkað um 24% frá því á miðvikudag í síðustu viku en þá stóðu bréfin í 7,58 kr. bréfið. Hefur virði Icelandair nú hækkað fjóra daga í röð. 

Snörp hækkun bréfa félagsins hófst á fimmtudag í síðustu viku. Þá hækkuðu bréf félagsins um 7,52% eftir að fréttir bárust af því að samningaviðræður WOW air við Indigo Partners hefðu ekki tekist í fyrstu atrennu. Sömdu félögin tvö þá seint um kvöld um mánaðarfrest um fjárfestingu þess síðarnefnda í WOW air. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK