Jón Ásgeir varaformaður stjórnar Skeljungs

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jens Meinhard Rasmussen var í dag kjörinn formaður stjórnar Skeljungs á stjórnarfundi félagsins. Jón Ásgeir Jóhannesson var kjörinn varaformaður stjórnar.

Eftirtaldir frambjóðendur voru kjörnir í stjórn félagsins á hluthafafundi sem fór fram síðdegis í dag:

  • Ata Maria Bærentsen
  • Birna Ósk Einarsdóttir
  • Jens Meinhard Rasmussen
  • Jón Ásgeir Jóhannesson
  • Þórarinn Arnar Sævarsson

Á fundinum var einnig samþykkt tillaga um kaup félagsins á eigin hlutum fyrir mest 550.000.000 kr., í tengslum við endurkaupaáætlun.

Fram kemur í tilkynningu, að eftir hluthafafundinn hafi verið haldinn stjórnarfundur þar sem Jens var kjörinn formaður og Jón Ásgeir varaformaður, sem fyrr segir. 

Í endurskoðunarnefnd tóku sæti Helena Hilmarsdóttir, Ata Maria Bærentsen og Birna Ósk Einarsdóttir. Í starfskjaranefnd tóku sæti Jens Meinhard og Birna Ósk. Þá var Þórarinn Arnar Sævarsson tilnefndur til setu af hálfu stjórnar í tilnefningarnefnd. 

Ritari stjórnar var kjörin Gróa Björg Baldvinsdóttir, yfirlögfræðingur Skeljungs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK