Sýn kaupir ofurtölvufyrirtæki

Starfsemi gagnavera er vaxandi atvinnugrein hér á landi. Vodafone rekur …
Starfsemi gagnavera er vaxandi atvinnugrein hér á landi. Vodafone rekur þegar eitt slíkt og hyggur á áframhaldandi uppbyggingu á þessu sviði, meðal annars með samstarfi við Endor ehf., sem Sýn hf. hefur nú fest kaup á.

Sýn hefur gengið frá samkomulagi um kaup á Endor ehf., með fyrirvörum eins og um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki eftirlitsaðila. Kaupunum ætti að ljúka í lok sumars ef allt gengur eftir.

Sýn rekur því núna fjarskiptafyrirtækið Vodafone og fjölda fjölmiðla: Stöð 2, Vísi.is, FM957, Bylgjuna og svo framvegis. Nú bætist upplýsingatækni inn í reksturinn.

Endor ehf. er upplýsingatæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í flóknum og krefjandi innleiðingum ofurtölvulausna. Fyrirtækið hefur náð miklum árangri á alþjóðlegum vettvangi og veitir þjónustu þessarar gerðar víða um Evrópu, meðal annars í Svíþjóð, í Noregi og í Þýskalandi. Þeir eru með rekstur í undirfélagi í Svíþjóð.

Endor sér­hæf­ir sig í að há­marka rekstr­ar­hag­kvæmni fjár­fest­inga í upp­lýs­inga­tækni og nýt­ir til þess meðal ann­ars nýj­ustu tækni í sjálf­virkni­væðingu. Vöxt­ur Endor hef­ur verið hraður frá stofn­un árið 2015 og vinn­ur fé­lagið nú með fjöl­breytt­um alþjóðleg­um hópi viðskipta­vina og sam­starfsaðila. Má þar nefna Atos, Íslands­banka, DK hug­búnaðar­hús, BMW, Ver­ne Global, RÚV og Reikni­stofu bank­anna.

Með þessu færir Sýn sig þannig inn á „spennandi hraðvaxandi markað“ upplýsingatækni og gagnavinnslu með ofurtölvum. Í fréttatilkynningu segir að markmiðið sé að taka þátt í uppbyggingu fyrsta hágæðagagnavers Reykjavíkur, Reykjavík DC, en Vodafone á Íslandi hefur um langt skeið rekið gagnaver hér á landi. 

Kaupin á Endor virðast vera tengdari fjarskiptastarfseminni, sem sagt Vodafone, en öðrum rekstri innan samsteypunnar, svo sem í framleiðslu fjölmiðlaefnis. Á einhvern hátt tengist þetta þó allt saman. 

„Vodafone á Íslandi á mjög öfluga innviði og hefur mikla reynslu og þekkingu af rekstri fjarskiptaneta og gagnavera.  Með kaupum á Endor opnast gátt inn á alþjóðlegan markað sem Endor hefur náð miklum árangri á síðustu 5 ár.  Við erum mjög spennt fyrir þeim tækifærum sem myndast við þetta“ er haft eftir Heiðari Guðjónssyni forstjóra Sýnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK