Lítið fékkst upp í 268 milljóna kröfur

Iceland Travel Assistance rak meðal annars upplýsingamiðstöð ferðamanna í Grófinni …
Iceland Travel Assistance rak meðal annars upplýsingamiðstöð ferðamanna í Grófinni í samstarfi við Reykjavíkurborg.

Afar lítið fékkst upp í rúmlega 268 milljóna króna kröfur í bú bókunarþjónustunnar Iceland Travel Assistance, en skiptum á búinu lauk í lok júnímánaðar. Fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta í mars í fyrra.

Greint er frá því í Lögbirtingablaðinu að einungis 961.816 kr. hafi fengist upp í lýstar kröfur, sem alls námu 268.355.118 kr.

Iceland Travel Assistance var með nokkrar starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og var milliliður í bókunum á ferðum hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum.

Um­fangs­mesta starfs­stöð fyr­ir­tæk­is­ins var upp­lýs­inga­miðstöð ferðamanna í Aðalstræti, sem rekin var í samstarfi við Reykjavíkurborg. Þegar ákveðið var að færa upplýsingamiðstöðina í Ráðhús Reykja­vík­ur árið 2017 missti fyrirtækið samn­ing­inn til Gui­de to Ice­land. 

Guðmund­ur Ásgeirs­son átti 100% hlut í Ice­land Tra­vel Ass­ist­ance í gegnum einka­hluta­fé­lagið Hlér.

Árs­reikn­ing­ur fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir árið 2016 sýndi að velta þess hefði numið 703 millj­ón­um króna og var hagnaður árs­ins tæp­ar 74 millj­ón­ir. Kostnaður fyr­ir­tæk­is­ins jókst hins veg­ar um 21% á milli ár­anna 2015 og 2016, eða úr 520 millj­ón­um í 628 millj­ón­ir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK