Bókunarrisi gjaldþrota

Iceland Travel Assistance rak upplýsingamiðstöð í Aðalstræti.
Iceland Travel Assistance rak upplýsingamiðstöð í Aðalstræti.

Þjónustufyrirtækið Iceland Travel Assistance var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í mars. ITA sérhæfði sig í bókunum á ferðum hjá íslenskum ferðaþjónustuaðilum.

Umfangsmesta starfsstöð fyrirtækisins var upplýsingamiðstöð ferðamanna í Aðalstræti sem ITA rak í samstarfi við Reykjarvíkurborg en þegar ákveðið var að færa miðstöðina í Ráðhús Reykjavíkur missti það samninginn til Guide to Iceland. 

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyritækisins var það með sex starfsstöðvar, meðal annars á Skarfabakka, en þar var tekið á móti gestum úr skemmtiferðaskipunum. Starfsmennirnir voru 22 talsins. 

Ársreikningur fyrirtækisins fyrir árið 2016 sýnir að velta þess hafi numið 703 milljónum króna og var hagnaður ársins tæpar 74 milljónir. Kostnaður fyrirtækisins jókst hins vegar um 21% á milli áranna 2015 og 2016, eða úr 520 milljónum í 628 milljónir. 

Guðmundur Ásgeirsson átti 100% hlut í Iceland Travel Assistance gegnum einkahlutafélagið Hlér. Ekki náðist í hann við gerð fréttarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK