Kröfuskrá WOW lögð fram á föstudag

Skiptafundur WOW air verður haldinn 16. ágúst.
Skiptafundur WOW air verður haldinn 16. ágúst. mbl.is/Kristinn Magnússon

Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú flugfélagsins WOW air rann út í fyrradag. Kröfuskrá félagsins verður lögð fram, lögum samkvæmt, á föstudag, viku fyrir skiptafund félagsins.

Í skiptaskrá koma fram allar kröfur sem gerðar eru í þrotabú félagsins, en talið er að þær skipti tugum milljarða. Má þar nefna 10 milljarða kröfur skuldabréfaeigenda, fjögurra milljarða kröfu Umhverfisstofnunar vegna sölu á losunarheimildum, og eins milljarðs kröfu Flugfreyjufélagsins fyrir hönd félagsmanna þess.

Ekki er búist við að eignir búsins standi undir nema broti af kröfunum, en þar ganga fyrir laun skiptastjóra og því næst aðrar forgangskröfur, launakröfur starfsfólks og launatengd gjöld svo sem framlög í lífeyrissjóði.

Skiptafundur verður haldinn klukkan 16 föstudaginn 16. ágúst á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut. Þeim fundi hafa þeir einir seturétt á sem eiga kröfur í búið, eða sitja í umboði þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK