Vilja að kaupverðið sé tengt afkomu

Hluthafafundur HB Granda verður haldinn í dag.
Hluthafafundur HB Granda verður haldinn í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lagt fram breytingartillögu við þá tillögu sem liggur fyrir hluthafafundi HB Granda síðar í dag og varðar kaup á fjórum félögum í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur. Vill lífeyrissjóðurinn að endanlegt kaupverði verði tengt við afkomu næstu ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðnum.

Lífeyrissjóðurinn telur að öðru leyti að sölufélögin falli vel að rekstri HB Granda og að kaupin séu í samræmi við yfirlýsta stefnu félagsins um eflingu sölu- og markaðsstarfs.

Tillagan felur í sér að gangi salan eftir verði greitt fullt verð fyrir, en ella kemur til lækkunar.

Gildi lífeyrissjóður gaf það út í vikunni að sjóðurinn myndi greiða atkvæði gegn kaupunum og að áformin væru ótrúverðug og að tryggja þyrfti að „viðskipti milli tengdra aðila verða að vera haf­in yfir vafa“.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK