Íslandsbanki lækkar vexti

Íslandsbanki.
Íslandsbanki. mbl.is/Hjörtur

Íslandsbanki mun frá og með föstudeginum lækka vexti óverðtryggðra húsnæðislána, bílalána sem og innlánavexti sína. Kemur þetta í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig í síðustu viku.

Fastir óverðtryggðir vextir húsnæðislána lækka um 0,25 prósentustig, en í dag eru þeir vextir frá 6,05% upp í 6,35% eftir því hve lengi vextirnir eru fastir og 7,15% upp í 7,45% fyrir viðbótarlán.

Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,15%, en í dag eru þeir 5,40% og 6,4% fyrir viðbótarlán.

Á bílalánum og bílasamningum munu vextir lækka um 0,25 prósentustig.

Að lokum munu breytilegir innlánsvextir á innlánsreikningum lækka um 0-0,25%.

Greint var frá því í gær að viðskiptabankarnir þrír væru allir með vaxtalækkun til skoðunar, en enginn hafði þó tekið af skarið og lækkað vextina eftir ákvörðun Seðlabankans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK