Síminn braut fjölmiðlalög og fær 9 milljónir í sekt

PSF komst að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi ítrekað brotið …
PSF komst að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi ítrekað brotið fjölmiðlalög sem snúa að bannákvæði sem sem leggur bann við því að fjölmiðlaveita beini viðskiptum viðskiptamanna sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. mbl.is/Hari

Póst- og fjarskiptastofnun hefur lagt níu milljóna króna stjórnvaldssekt á Símann fyrir ítrekuð brot á fjölmiðlalögum. Hámarks-sektarheimild er tíu milljónir króna. 

Í ákvörðuninni kemst stofnunin að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi ítrekað brot sitt gegn bannákvæði 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga nr. 38/2011, sem leggur bann við því að fjölmiðlaveita beini viðskiptum viðskiptamanna sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki.   

Sýn hf. (Voda­fo­ne) og Gagna­veita Reykja­vík­ur efh. (GR) kvörtuðu til PFS yfir meintu broti Sím­ans, en Sím­inn og dótt­ur­fé­lag hans, Míla ehf., hafa mót­mælt því að brot hafi átt sér stað.

Brotið fólst í því að þeir neyt­end­ur sem hafa viljað kaupa áskrift að ólínu­legu sjón­varps­efni Sím­ans, Sjón­varpi Sím­ans Premium, hafa þurft að vera með mynd­lyk­il frá Sím­an­um sök­um þess að viðkom­andi mynd­efni hef­ur síðan 1. októ­ber 2015 ein­ung­is verið dreift yfir svo­kallað IPTV-kerfi Sím­ans og mynd­lykla Sím­ans. Fyr­ir þann dag var einnig hægt að sjá ólínu­legt mynd­efni Sjón­varps Sím­ans í gegn­um kerfi Voda­fo­ne.

Í ágúst 2018 kynnti Síminn til sögunnar svokallaða OTT-lausn, þ.e. dreifikerfi á sjónvarpi í gegnum internetið (streymisþjónustu) sem félagið kvað óháð fjarskiptanetum. Sýn, GR og Nova kvörtuðu til PFS og töldu umrædda lausn Símans ófullnægjandi og að hún losaði Símann ekki undan fyrrnefndu broti. Töldu félögin að framsetning, verðlagning og gæði OTT-lausnarinnar beindu enn viðskiptum viðskiptamanna að tengdu fjarskiptafyrirtæki.

Síminn hélt því hins vegar fram að umrædd OTT-lausn væri fullnægjandi lausn óháð fjarskiptaneti og leysti félagið undan broti gegn 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga og Míla tók undir málsstað Símans þess efnis.

Niðurstaða PFS var sú að með því að skilyrða OTT-lausn Símans við tiltekinn myndlykil sem væri seldur af fjarskiptahluta Símans hefði fjölmiðlaveita Símans enn verið að beina viðskiptum viðskiptamanna sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki.

Síminn hefði hins vegar átt í samningaviðræðum síðustu mánuði við m.a. Vodafone um dreifingu efnisins og sýndi þar með ákveðna samningsviðleitni, jafnvel þótt slíkir samningar væru ekki í höfn. Að mati PFS var hins vegar ekki hægt að líta svo á að umrætt ástand væri eingöngu á ábyrgð Símans og komst að þeirri niðurstöðu að frá og með 2. október 2019 hefði Síminn a.m.k. reynt að vinda ofan af brotinu og ekki hægt að telja Símann enn brotlegan frá þeim tímapunkti.

Ákvörðun PSF byggist á 4. mgr. 54. gr. fjölmiðlalaga og leggur stofnunin sem fyrr segir níu milljóna króna stjórnvaldssekt á Símann, sem greiðist í ríkissjóð.

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK