Viðræður um orkuverð í farvegi

Álverið í Straumsvík er annar stærsti viðskiptavinur Landsvirkjunar.
Álverið í Straumsvík er annar stærsti viðskiptavinur Landsvirkjunar. Morgunblaðið/Ómar

Forsvarsmenn Rio Tinto, sem er eigandi álverksmiðjunnar í Straumsvík, hafa fundað með Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, vegna þrenginga í rekstri fyrirtækisins. Er það mat stjórnendanna að raforkusamningur sem gengið var frá árið 2010 þrengi svo að starfseminni að ekki verði við unað.

Hafa þeir sett mikinn þrýsting á Landsvirkjun, og nú síðast stjórnvöld, að samningurinn verði tekinn upp og endurskoðaður með tilliti til gjörbreyttra aðstæðna á heimsmarkaði með ál. Verðið stendur nú í réttum 1.700 dollurum á tonnið og hefur lækkað um 10% á einu ári. Í febrúar fyrir áratug stóð verðið í 2.100 dollurum. Gríðarleg framleiðsluaukning í Kína hefur m.a. orðið þess valdandi að stærstan hluta síðustu 10 ára hefur verðið haldist vel undir 2.000 dollurum á tonnið.

Heimildir ViðskiptaMoggans herma að nú sé reynt að koma á viðræðum milli Landsvirkjunar og Rio Tinto um endurskoðun á samningnum. Það skref væri hins vegar í ósamræmi við yfirlýsingar Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, um raforkuverð hér á landi. 

Nú í morgun, kl. 8.00, hefur Rannveig Rist, forstjóri verksmiðjunnar í Straumsvík, boðað alla starfsmenn til fundar. Þar verður m.a. farið yfir stöðu mála hjá fyrirtækinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK