Áhyggjur af starfsfólkinu

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Auðvitað ber maður kvíðboga gagnvart stöðu starfsfólks þegar stór vinnuveitandi þarf að draga saman seglin,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu á laugardag hafa stjórnendur álvers Rio Tinto í Straumsvík ákveðið að framleiða aðeins 184 þúsund tonn af áli í ár, en framleiðslan var 212 þúsund tonn árið 2018. Raunar varð talsverð röskun á starfseminni í fyrra þegar slökkva þurfti á einum af þremur kerskálum álversins. Því fylgdu þá strax minni afköst og samdráttur í kaupum á raforku af Landsvirkjun.

Nokkuð á þriðja hundrað félagsmanna Hlífar starfar í eða í tengslum við álverið. Kolbeinn hefur þær upplýsingar að minni framleiðsla í álverinu eigi ekki að þýða fækkun starfsmanna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »