Einar Karl leiðir hóp fjárfesta

Cintamani er að hefja starfsemi á ný.
Cintamani er að hefja starfsemi á ný. mbl.is/Birkir Fanndal

Einar Karl Birgisson leiðir hóp fjárfesta sem hefur keypt Cintamani. Félagið heitir Cinta 2020 og er Einar tekinn við sem framkvæmdastjóri Cintamani. Hann þekkir félagið vel enda var hann framkvæmdastjóri þess 2016-2018. Fyrri eigendur koma ekki að Cinta 2020.

Að sögn Einars verður ekki gefið upp hvaða fjárfestar taka þátt í kaupunum með honum en hann segir að fyrri eigendur, Kristinn Már Gunnarsson og Frumtak, komi ekki að Cinta 2020.

„Ég fer fyrir félaginu og er framkvæmdastjóri nýja Cintamani,“ segir Einar Karl. Hann segist ekki tengjast fyrri eigendum á annan hátt en að hann hafi unnið fyrir þá þegar hann var framkvæmdastjóri Cintamani á sínum tíma. Hann hafi boðið í félagið í opnu tilboðsferli á vegum Íslandsbanka og gengið var frá kaupsamningi á fimmtudaginn í síðustu viku.

Einar Karl Birgisson, framkvæmdastjóri Cintamani.
Einar Karl Birgisson, framkvæmdastjóri Cintamani. Af vef KKÍ

Einar segir að stefnt sé að opnun í Austurhrauni 3 í Garðabæ fljótlega og vefverslunin fari einnig fljótlega í loftið. Hluti af starfsfólki Cintamani hefur verið endurráðið og segir Einar að allir þeir sem hafi verið ráðnir til Cintamani sé fólk sem starfaði hjá fyrirtækinu áður en það fór í þrot. Ekki hafi verið hægt að endurráða alla þar sem aðeins ein verslun verði opnuð fyrst um sinn. Í Austurhrauni er lager og skrifstofa Cintamani og verslunin þar hefur verið ankerið í rekstrinum segir Einar.

„Við erum að undirbúa opnum vefverslunarinnar og í Austurhrauni og tökum þar mið af ástandinu sem er í dag,“ segir Einar Karl. Hann á von á því að bætt verði í þjónustu í vefverslun Cintamani vegna þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu. 

„Þetta er ekki auðveldur tími en það eru tækifæri á svona tímum líka. Menn verða að vera þolinmóðir og vinna í sátt við alla. Við ætlum að endurvekja Cintamani og það er komið til að vera. Við erum ekki að fara að breyta miklu öðruvísi en að aðlaga okkur að aðstæðum á markaði. Við horfum fram á veginn eins og Cintamani hefur gert í þrjátíu ár,“ segir framkvæmdastjóri Cintamani. 

Einar Karl segir að eigendur Cinta 202 hafi tekið ákvörðun um að bjóða viðskiptavinum sem áttu gjafa­bréf og inn­leggsnót­ur hjá fé­lag­inu að nýta þær hjá Cintamani í stað þess að eiga aðeins kröfu í þrotabú Cintamani. Eru þeir aðilar hvatt­ir til að hafa sam­band í gegn­um netfangið gjafa­bref@cinta­mani.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK