Cayman-eyjar ekki lengur á lista ESB yfir skattaskjól

Evrópusambandið hefur tekið Cayman-eyjar af svörtum lista sínum yfir skattaskjól.
Evrópusambandið hefur tekið Cayman-eyjar af svörtum lista sínum yfir skattaskjól. AFP

Evrópusambandið tók í dag Cayman-eyjar af svörtum lista sínum yfir skattaskjól, en bætti þess í stað við Anguilla og Barbados. Ákvörðunin um að taka Cayman-eyjar af listanum kemur í kjölfarið á kerfislegum betrumbótum þar í landi, en gagnrýnendur voru fljótir að bregðast við og sögðu þetta sýna að listinn gerði lítið gagn.

Svarti listinn var fyrst settur saman árið 2017 eftir að Panamaskjölin birtust og fleiri skandalar þar sem upplýsingar um eignir í skattaskjólum voru birtar. Aðeins lönd utan Evrópusambandsins geta verið á listanum, en vera þeirra þar þýðir að takmörkuðum aðgerðum er beitt gegn þeim, meðal annars er lokað fyrir styrki til viðkomandi ríkja frá Evrópusambandinu.

Eftir að greint var frá breytingunum í dag sagði Chiara Putaturo, ráðgjafi Oxfarm í skattamálum innan Evrópusambandsins, að með því að taka Cayman-eyjar af listanum, sem væru eitt alræmdasta skattaskjól heims, væri Evrópusambandið að afhjúpa að þetta kerfi virkaði ekki.

Á listanum í dag, auk Anguilla og Barbados, eru Amerísku Samóa-eyjar, Fídji, Gvam, Palau, Panama, Samóa-eyjar, Seychelles, Trínidad og Tóbagó, Bandarískju Jómfrúaeyjar og Vanuatu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK