Skoða hundraða milljarða orkuver

Vindmyllur við Búrfell. Hugmyndir eru um að reisa stóra vindorkugarða …
Vindmyllur við Búrfell. Hugmyndir eru um að reisa stóra vindorkugarða á Íslandi. mbl.is/Árni Sæberg

Tveir hópar erlendra fjárfesta hafa kannað fýsileika þess að reisa vindorkugarða við Finnafjörð á Norðausturlandi og nota orkuna til vetnisvinnslu. Hugmyndin er síðan að flytja vetnið út til Evrópu til notkunar í samgöngum. Nánar tiltekið ammoníak sem vetnisbera.

Hafsteinn Helgason, yfirmaður viðskiptaþróunar hjá EFLU, segir að vindorkuverið þyrfti að skila um einu gígavatti til að hámarka hagkvæmnina í verkefninu. Miðað við að hvert megavatt af vindorku kosti um 180 milljónir geti slíkt verkefni kostað 180 milljarða.

Við það bætist kostnaður við byggingu verksmiðju vegna vetnisvinnslu og innviða.

Hafsteinn segir alvöru að baki þessum undirbúningi og nefnir sem dæmi að Þjóðverjar muni þurfa sem svarar 80 gígavöttum vegna vetnisvæðingar samgangna fyrir árið 2030. Sökum þess að Þjóðverjar muni aðeins geta framleitt lítinn hluta þessa sjálfir leiti þeir allra leiða til að byggja upp vetnisvinnslu utan landsins sem tryggt geti aðgang að vetni.

Þessi stefnumörkun sé hluti af Grænum sáttmála Evrópusambandsins.

Airbus undirbýr vetnisvæðingu

Þá segir Hafsteinn erlenda fjárfesta hafa sýnt því áhuga að framleiða fljótandi vetni og vetnisbera nærri Þorlákshöfn.

Þar sé meðal annars horft til þess að flytja út fljótandi vetni sem orkugjafa í stáliðjuverum og sem orkugjafa fyrir flugvélar. Til dæmis séu Airbus-flugvélaverksmiðjurnar að undirbúa smíði þotna sem ganga munu fyrir vetni um miðjan næsta áratug.

Hafsteinn bendir á að fyrirhuguð vindorkuver muni framleiða meiri orku en spurn sé eftir á Íslandi. Þá jafnvel þótt orkan sé t.d. notuð til að vetnisvæða þyngri samgöngutæki. Því þurfi að leita nýrra markaða til að selja orkuna og þá henti vel að flytja orkuna út í formi vetnis eða vetnisbera.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK