Virði bréfa Solid Clouds hækkar í Kauphöllinni

Ljósmynd/Aðsend

Tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds var skráð á First North-markað Kauphallarinnar í morgun. Verðið stendur nú í 14,2 krónum á hlut sem er skör hærra en útboðsgengi félagsins sem var 12,5 krónur á hlut.  

Fjórföld eftirspurn í útboði

Viðskipti með bréf félagsins nema 7,6 milljónum en fjöldi viðskipta stendur í 24. Talan fer stöðugt hækkandi en hægt er að fylgjast með viðskiptunum í rauntíma á vefsíðu Keldunnar.

Hlutafjárútboð Solid Clouds hófst 28. júní og stóð yfir í tvo daga. Fjórföld spurn var eftir bréfum í útboðinu en 2.700 fjárfestar tóku þátt í því.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK