Tilboð borist í alla hluti Solid Clouds

Stefán Þór Björnsson og Stefán Gunnarsson, stofnendur og stjórnendur Solid …
Stefán Þór Björnsson og Stefán Gunnarsson, stofnendur og stjórnendur Solid Clouds sem framleiðir leikinn Starborne. mbl.is/​Hari

Tilboð hefur borist í alla þá hluti sem á að bjóða út hlutafjárútboði Solid Clouds eða 58.000.000 hluti. Hver hlutur er á 12,5 kr. og er því heildarstærð útboðsins 725 milljónir króna, en upphaflega stóð aðeins til bjóða út 43.500.000 hluti eða 500 milljón króna hlut í fyrirtækinu.

Hlutafjárútboðið hófst í gær og er þetta merki um töluverða eftirspurn eftir hlutum í fyrirtækinu. Boðið er upp á tvær áskriftarleiðir í útboðinu; áskriftarbók A og áskriftarbók B. Í leið A er tekið við áskriftum frá 100.000 kr.–15.000.000 kr. og í leið B eru teknar allar áskriftir yfir 15.000.000 kr. Hlutafjárútboðinu lýkur á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK