Hlutur Helga var milljarða virði

Bláa lónið.
Bláa lónið. mbl.is/Árni Sæberg

Sala Helga Magnússonar á hlut sínum í Bláa lóninu til Stoða markar kaflaskil hjá lóninu en Helgi hafði þar verið meðal hluthafa í sautján ár. Eignarhaldið var í gegnum félagið Hofgarða ehf. en fyrst er getið um hlut þess í Bláa lóninu í ársreikningi árið 2013. Það átti síðan lengst af rúman 6% hlut í Bláa lóninu.

Tæplega 21 milljónar evra tap varð af rekstri lónsins í fyrra og lækkaði eigið fé um 28% milli ára. 

Graf/mbl.is

Þræðirnir liggja víða

HS Orka og Hvatning ehf. (sem er skráð slhf. frá 2012) voru stærstu hluthafarnir í Bláa lóninu á árunum 2011 til 2018. Ancala Partners á 50% hlut í HS Orku og Jarðvarmi slhf., félag í eigu lífeyrissjóða, 50% hlut. Samkvæmt Creditinfo á Lífeyrissjóður verslunarmanna 18,71% hlut í Hvatningu, ríkissjóður Íslands 9,36% og svo nokkrir lífeyrissjóðir allt að 8,26% hlut. Aðrir og ónefndir hluthafar eiga 27,17% hlut.

Félagið M4 ehf. hefur verið skráð hluthafi frá 2013 en fyrir þann tíma er aðeins getið um tvo stærstu hluthafana í ársskýrslu Bláa lónsins. Samkvæmt Creditinfo er Sigurður Þorsteinsson eigandi M4 ehf.

Saffron Holding ehf. hefur sömuleiðis verið skráð hluthafi frá 2013. Það er skráð í eigu Saffron Holding Malta Ltd. en raunverulegur eigandi er sagður Sigurður Arngrímsson, viðskiptafélagi Helga Magnússonar.

Bogmaðurinn ehf. hefur líka verið skráður hluthafi frá 2013 en eigandi félagsins er Ágústa Johnson.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag, 2. september. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK