Vinna tveimur klukkustundum skemur vikulega

Hlutfall starfandi fólks á höfuðborgarsvæðinu var 75,8%.
Hlutfall starfandi fólks á höfuðborgarsvæðinu var 75,8%. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslendingar vinna sífellt minna, miðað við niðurstöður vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu ÍslandsHeildarvinnustundir á viku á síðasta ársfjórðungi 2021 voru færri en á sama ársfjórðungi 2020 og styttist vinnutími starfandi fólks um tæpar tvær klukkustundir á viku.

„Konur unnu að jafnaði 2,5 stundum skemur og karlar um 1,2 stundum skemur en á fjórða ársfjórðungi 2020,“ segir í niðurstöðum rannsóknarinnar.

Staða vinnuafls á íslenskum vinnumarkaði hafði batnað töluvert á síðasta ársfjórðungi síðasta árs, miðað við árið á undan. 

„Það má til dæmis sjá á því að hlutfall starfandi hefur hækkað og atvinnuleysi minnkað en um leið sést enn töluverð fjarvera frá vinnu,“ segir í niðurstöðunum.

78,6% atvinnuþátttaka

Atvinnuþátttaka mældist 78,6% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs en það er aukning um 2,5 prósentustig frá sama ársfjórðungi árið 2020.

„Fjöldi starfandi á fjórða ársfjórðungi 2021 var 200.500 manns og var hlutfall starfandi af mannfjölda 75,1%. Frá fjórða ársfjórðungi 2020 til fjórða ársfjórðungs 2021 fjölgaði starfandi fólki um 16.100 manns og hlutfall þess af mannfjölda hækkaði um 4,8 prósentustig. Hlutfall starfandi kvenna var 72,1 % og starfandi karla 77,9%. Starfandi konum fjölgaði um 7.200 og körlum um 8.900. Hlutfall starfandi fólks á höfuðborgarsvæðinu var 75,8% og utan höfuðborgarsvæðis 73,8%.

Til samanburðar voru 184.400 starfandi á fjórða ársfjórðungi 2020 og hlutfall af mannfjölda 70,3%. Hlutfall starfandi kvenna var þá 67,7% og starfandi karla 72,7%. Þá var hlutfall starfandi fólks á höfuðborgarsvæðinu 70,6% og 69,8% utan höfuðborgarsvæðisins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK