Starfandi einstaklingum fjölgaði um 8,7%

mbl.is/Kristinn Magnússon

Starfandi einstaklingum fjölgaði nokkuð á milli ára í nóvembermánuði síðastliðnum, samkvæmt uppfærðu talnaefni Hagstofunnar.

Þannig voru 200.300 einstaklingar starfandi á íslenskum vinnumarkaði í nóvember 2021 samkvæmt skrám. Fólki sem var starfandi og með íslenskan bakgrunn fjölgaði um rúmlega 8.700 og starfandi innflytjendum um rúmlega 7.300 á milli ára miðað við nóvember 2020.

Starfandi einstaklingum hefur fjölgað hlutfallslega um 8,7% á milli ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK