Fólk geti fest í hlutdeildarlánaúrræðinu

Kári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá Arion greiningu, segir að tölurnar …
Kári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá Arion greiningu, segir að tölurnar sýni að hlutdeildarlánaúrræðið hafi klárlega haft áhrif á markaðinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 808 hlutdeildarlán hafa verið veitt frá því að úrræðið tók gildi á seinni helmingi árs 2020. Heildarfjárhæð veittra hlutdeildarlána nemur nú tæpum 7,9 milljörðum króna.

Í nýjasta riti Fjármálastöðugleika sem kom út í febrúar síðastliðnum kemur fram að heildaráhrif lánanna á íbúðaverð hafi verið takmörkuð, þar sem kaupsamningar fjármagnaðir með hlutdeildarláni hafa verið fáir í hlutfalli við heildarfjölda kaupsamninga í hverjum mánuði, þó þeim hafi fjölgað á undanförnum mánuðum.

Jafnframt kemur fram að þó geti aukinn fjöldi íbúðarkaupenda sem koma inn á markaðinn í gegnum hlutdeildarlánaúrræðið leitt til ruðningsáhrifa á íbúðamarkaðnum, til dæmis með aukinni eftirspurn eða auknum yfirboðum annarra kaupenda yfir hámarksverð hlutdeildarlána.

Þá kemur einnig fram að mikilvægt sé að heildarumfang úrræðisins verði áfram takmarkað og að því verði áfram beint að afmörkuðum hópi þannig að eftirspurnaráhrif á íbúðamarkað þar sem verð mælist hátt á flesta mælikvarða verði takmörkuð.

Úrræði sem hentar sumum

Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segir áhyggjuefni hvað fólk sem nýtir sér hlutdeildarlánaúrræðið setji lítið eigið fé í eignina sem það kaupir.

„Auðvitað er þessi hópur sem sækir í þessi lán ekki einsleitur en það er áhyggjuefni hvað margir eru að koma inn með lítið eigið fé. Einhverjir af þeim hefðu mögulega getað komið seinna inn á markaðinn og þá með meira eigið fé. Þeir væru þar af leiðandi í betri stöðu,“ segir Björn Berg og bætir við að hann óttist að margir festist í úrræðinu.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK