Vill afnema skerðingar

Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra. Mynd úr safni.
Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra. Mynd úr safni. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson

„Næsta stóra áskorun okkar í hagkerfinu er verðbólguþrýstingur vegna þess að það eru of fáar vinnandi hendur á vinnumarkaði í dag. Og það eru nokkrir þættir sem skýra það.

Það eru færri sem skila sér eftir Covid þrátt fyrir að þetta sé á uppleið hjá okkur og við getum státað af einni mestu og bestu atvinnuþátttöku t.a.m. kvenna. En við bara finnum það að verðbólguþrýstingurinn er að koma frá því.

Við erum líka búin að stytta vinnuvikuna, sem er bara heill mánuður. Fólk er með einn mánuð í sumarfrí og svo er styttingin heill mánuður. Þetta bara telur.“ 

Þetta kom fram í erindi Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í morgun þar sem rætt var um úttekt IMD-viðskipta­há­skól­ans í Sviss á sam­keppn­is­hæfni ríkja.

„Ef hagkerfi sjá ekki meira en 2% vöxt vinnuafls þá er það ekki að horfa upp á langtímahagvöxt og Japan er besta dæmið um þetta, þeir sofnuðu algjörlega á verðinum,“ sagði Lilja.

Til að koma til móts við þessa þróun að sögn hennar þarf að auka valfrelsi til atvinnu og afnema aldurstengd starfslok. Hún sagði það „galið“ að fólk sem er við góða heilsu og vilji vinna áfram sé neytt í helgan stein.

„Kerfið fer strax að refsa þér“

„Hafandi sagt það þá tel ég að það eiga vera sveigjanlegri aldurstengd starfslok. Það er að segja fólk sem býr ekki við góða heilsu, að þar sé meiri sveigjanleiki þar. En þeir sem vilja vinna og eru hressir og kátir, leyfum þeim að vinna.“

„Ég tel að það eigi að minnka eða jafnvel afnema skerðingar og ég veit að þetta er mjög róttækt en við munum bara þurfa á fólki að halda. Gallinn við til að mynda það kerfi sem við erum búin að búa til er að ef þú vinnur eitthvað þá ertu strax kominn í einhverjar skerðingar og það er svo letjandi fyrir fólk.

Kerfið fer strax að refsa þér og ég held að meðan það er skortur á vinnuafli, þá eigum við að taka svona róttæk skref.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK