Nike kveður Rússland fyrir fullt og allt

Nike-lógóið.
Nike-lógóið. AFP

Nike ætlar að yfirgefa rússneskan markað fyrir fullt og allt vegna hernaðaraðgerða Rússa í Úkraínu.

Þar með bætist íþróttavörufyrirtækið í stóran hóp vestrænna fyrirtækja sem hafa hætt störfum í landinu.

Nike lokaði tímabundið verslunum sínum í Rússland eftir að her landsins réðst inn í Úkraínu seint í febrúar. Fleiri fyrirtæki fylgdu í kjölfarið, þar á meðal Adidas, Ikea, H&M, McDonald´s og Starbucks.

„Nike Inc. ákvað að yfirgefa rússneska markaðinn,” sagði í yfirlýsingu fyrirtækisins. „Verslunum Nike var lokað tímabundið nýlega og þær munu ekki opna aftur.”

Hann bætti við ekki verður lengur hægt að nota vefsíðu fyrirtækisins og app þess í Rússlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK