Hætta umfangsmikilli starfsemi í Rússlandi

Starbucks er með starfssemi í áttatíu löndum og er stærsta …
Starbucks er með starfssemi í áttatíu löndum og er stærsta kaffihúsakveðja heims. AFP

Æ fleiri stórfyrirtæki ákveða um þessar mundir að hætta starfsemi sinni í Rússlandi vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 

Mörg stórfyrirtæki lokuðu í Rússlandi tímabundið og veltu fyrir sér framhaldinu. Á dögunum tilkynnti McDonald's að fyrirtækið myndi hætta starfssemi í Rússlandi og nú hefur kaffirisinn Starbucks fylgt í kjölfarið. 

Starbucks tilkynnti í dag að fyrirtækið muni hætta allri starfsemi í Rússlandi og þar er um að ræða 130 kaffihús. 

Ljóst er að þar tapast fjöldi starfa en efnahagshrun blasir við Rússum vegna stríðsrekstursins og viðbragða Vesturlanda við honum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert