Tífalt fleiri farþegar en í fyrra og 67% stundvísi

Icelandari flýgur með tífalt meira fólk í ár heldur en …
Icelandari flýgur með tífalt meira fólk í ár heldur en í fyrra. mbl.is/Sigurður Bogi

Farþegar Icelandair í millilandaflugi voru tíu sinnum fleiri á fyrstu sex mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Það er 1,3 milljónir farþegar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Icelandair vegna mánaðarlegra flutningatalna sem fyrirtækið birti í Kauphöllinni í dag.

Til dæmis er mikill munur á júní á þessu ári miðað við á því síðasta. Má nefna að í júní í ár voru 431 þúsund farþegar en 94 þúsund farþegar í júní 2021. Þá voru tengifarþegar 174 þúsund í júní eða um 43 prósent alls millilandafarþega samanborið við 20 prósent í júní 2021.

Stundvísi 67 prósent

Stundvísi hjá Icelandair í júní var 67 prósent. Félagið segir að ástæður þess séu töluverðar raskanir sem hafi verið í leiðakerfinu í mánuðinum. 

Þetta skýrist aðallega af krefjandi aðstæðum á flugvöllum víða erlendis og töfum í viðhaldi flugvéla vegna truflunar í aðföngum eftir faraldurinn,“ segir í tilkynningunni.

Tveir nýir áfangastaðir í dag

Flugfélagið flýgur þá í fyrsta skipti á tvo nýja áfangastaði í dag. Það er Róm, höfuðborg Ítalíu og Nice, borg í Frakklandi. 

„Sumarið fer mjög vel af stað og við höldum áfram að bæta í. Við hefjum til að mynda flug á tvo nýja og spennandi áfangastaði í dag, Nice og Róm en þessum stöðum hefur verið mjög vel tekið,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK