Extraloppan greiddi 22 milljónir í arð

Brynja Dan, oddviti Framsóknar í Garðabæ.
Brynja Dan, oddviti Framsóknar í Garðabæ. mbl

Bag of Fun, fyrirtækið sem heldur utan um rekstur Extraloppunnar í Smáralind, greiddi út 22 milljónir króna í arð á síðasta ári.

Fyrirtækið er í helmingseigu Brynju Dan, oddvita Framsóknar í Garðbæ. Andri Jónsson fer einnig með helmingshlut.

92 milljóna tekjur

Rekstrartekjur fyrirtækisins í fyrra námu tæpum 92 milljónum, um 16% tekjuvöxtur milli ára.

Hagnaður félagsins jókst um hálfa milljón milli ára og nam tæpum sjö milljónum. Eigið fé fyrirtækisins fór niður um 15 milljónir milli ára og stóð í 8,4 milljónum árið 2021. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK