Regluverkið þótti ná til of fárra fyrirtækja

Viðskiptaráð birti á dögunum greininguna Kostnaðarsöm leið að göfugu markmiði sem ViðskiptaMogginn gerði skil í síðustu viku.

Í greiningunni kom m.a. fram að það hefði kostað íslenskt atvinnulíf 9,8 milljarða króna frá árinu 2016 að Evróputilskipun um ófjárhagslega upplýsingagjöf fyrirtækja, svokölluð NFRD-tilskipun, hafi verið innleidd með meira íþyngjandi hætti hér á landi en innan Evrópusambandsins. Tilskipunin tekur til 268 fyrirtækja í stað 35 ef hún hefði verið innleidd með sama hætti hér og innan Evrópusambandsins.

Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, vann skýrsluna með Elísu Örnu Hilmarsdóttur, hagfræðingi hjá ráðinu.

Í nýjasta þætti Dagmála lýsir Agla því að enginn rökstuðningur fyrir meira íþyngjandi innleiðingu hafi fylgt lagafrumvarpinu. Aðspurð hvort Viðskiptaráð hafi fengið einhver svör eða einhver viðbrögð frá hinu opinbera segir Agla:

„Já, við höfum allavega heyrt að það sem var á bak við þetta var að stjórnvöldum fannst þetta einfaldlega of fá fyrirtæki sem þurftu að fylgja þessu. Það hafi bara verið hugsunin, að þessi 35 félög, þetta væru bara of fá fyrirtæki og við gætum bara gefið aðeins í og látið fleiri fyrirtæki fylgja þessu,“ segir hún og bætir við að það finnist þeim ekki rök fyrir því að leggja svo mikinn kostnað á íslensk fyrirtæki.

Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, ræðir hvernig íþyngjandi regluverk læðist …
Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, ræðir hvernig íþyngjandi regluverk læðist inn og safnast upp með ófyrirséðum kostnaði. María Matthíasdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK