Breytingar gerðar á stjórn Íslandsbanka

Íslandsbanki í Smáranum.
Íslandsbanki í Smáranum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilnefningarnefnd Íslandsbanka og stjórn Bankasýslu ríkisins hafa tilnefnt sjö einstaklinga til stjórnarsetu í bankanum og tvo í varastjórn. Stjórnarkjör mun fara fram á hluthafafundi bankans sem haldinn verður föstudaginn 28. júlí næstkomandi.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandsbanka.

Hvorki Finnur Árnason, núverandi stjórnarformaður bankans, né Ari Daníelsson, stjórnarmaður, eru tilnefndir til áframhaldandi stjórnarsetu. Þá er Guðrún Þorgeirsdóttir ekki tilnefnd til áframhaldandi stjórnarsetu en hún á sæti í stjórn bankans.

Stjórn Bankasýslu ríkisins tilnefnir þrjá einstaklinga í stjórn bankans og einn varamann en þeir eru:

  • Anna Þórðardóttir, stjórnarmaður
  • Agnar Tómas Möller, stjórnarmaður
  • Haukur Örn Birgisson, stjórnarmaður
  • Herdís Gunnarsdóttir, varastjórn

Tilnefningarnefnd Íslandsbanka leggur til að auk þeirra sem stjórn Bankasýslu ríkisins hefur tilnefnt, verði eftirtaldir einstaklingar kjörnir í stjórn Íslandsbanka:

  • Linda Jónsdóttir, stjórnarmaður
  • Frosti Ólafsson, stjórnarmaður
  • Stefán Pétursson, stjórnarmaður
  • Valgerður Skúladóttir, stjórnarmaður
  • Páll Grétar Steingrímsson, varastjórn

Þá leggur tilnefningarnefnd, í samráði við stjórn Bankasýslu ríkisins, til að Linda Jónsdóttir verði kjörin formaður stjórnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK