Enginn áfellisdómur að vera sagt upp

Það er bara stór hluti af því að vera á vinnumarkaði að það getur komið að þeim tíma að manni sé sagt upp,“ segir Andrés Jónsson, stjórnendaráðgjafi og sérfræðingur í stjórnendaleit, í Dagmálum.

Hann segir að það eigi ekki að vera neinn áfellisdómur en að fólki finnist þó eins og það þurfi alltaf að vera að hreyfast fram á við.

„En er það raunhæft? Ég held ekki. Mjög góðu fólki hefur verið sagt upp og átt góðan feril eftir það.“

Ferillinn þurfi ekki alltaf að vera bein leið upp á við. „Er kannski eðlilegt að maður taki kannski góð sex til átta ár í stórri stjórnunarstöðu og svo bara sé kominn tími á nýtt fólk, sem komi með eitthvað nýtt að borðinu?,“ spyr Andrés og bendir á að maður gæti þá færst yfir í annars konar verkefni þar sem reynsla manns nýtist og maður getur um leið þroskað aðra hæfni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK