Bankinn kveður Austurstræti

Listaverkin verða almenningi til sýnis næstu vikur.
Listaverkin verða almenningi til sýnis næstu vikur. Ljósmynd/Landsbankinn

Landsbankinn opnaði á Menningarnótt sýningu á úrvali myndverka í eigu hans. Sýningin heitir Hringrás og er í Austurstræti 11. Hún verður opin til 13. september.

Þann dag er stefnt að því að útibú bankans loki og flytji í nýja Landsbankahúsið að Reykjastræti 6. Starfsemi bankans hefur að mestu leyti verið flutt í hið nýja hús sem risið er við Gömlu höfnina í Reykjavík.

Í húsinu í tæpa öld

Með lokun afgreiðslunnar verða mikil tímamót í sögu Landsbankans. Hann hefur starfað í Austurstræti frá árinu 1898 og í núverandi húsi í tæpa öld, eða frá 1. mars 1924.

Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans, sem er mikið að vöxtum. Eftirtaldir listamenn eiga verk á sýningunni:

Anna Líndal, Arngunnur Ýr, Ásgrímur Jónsson, Dieter Roth, Edda Jónsdóttir, Eggert Pétursson, Erró, Gunnar Örn Gunnarsson, Gunnlaugur Scheving, Jóhann Briem, Jóhannes S. Kjarval, Karl Kvaran, Kristján Davíðsson, Nína Tryggvadóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Richard Serra, Róska, Sigurður Árni Sigurðsson, Snorri Arinbjarnar, Svavar Guðnason, Valtýr Pétursson og Þorvaldur Skúlason.

Hringrás er þriðja sýningin á myndlist í eigu bankans. Sú fyrsta var haldin árið 2020. Hún er opin almenningi á afgreiðslutíma útibúsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK