Brottrekstur framkvæmdastjórans kostaði 30 milljónir

Erling Freyr Guðmundsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri Ljósleiðarans í …
Erling Freyr Guðmundsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri Ljósleiðarans í lok júní sl. Samsett mynd

Starfslok Erlings Freys Guðmundssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Ljósleiðarans, kostaði félagið tæplega 30 milljónir króna.

Þetta kemur fram í ársreikningi Ljósleiðarans, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, sem var birtur í dag.

Tilkynnt var í lok júní sl. að stjórn Ljósleiðarans og Erling Freyr hefðu gert með sér samkomulag um starfslok. Þar kom fram að Erling Freyr hefði sjálfur átt frumkvæði að starfslokunum. Heimildir Morgunblaðsins herma að því hafið þó verið öfugt farið. Í lok ágúst spurðist Morgunblaðið fyrir um hvernig starfslokum framkvæmdastjórans hefði verið háttað. Engin efnisleg svör fengust frá stjórnarformanni Ljósleiðarans sem vildi ekki tjá sig frekar um málið.

Fram kemur í ársreikningi félagsins að gjaldfærð laun, mótframlag í lífeyrissjóð og orlof vegna starfsloka Erlings Freys hefði í fyrra numið 29,4 milljónum króna.  

Árétting: Í athugasemdi frá stjórnarformanni Ljósleiðarans, sem send var eftir að fréttin birtist, kemur fram að Erling Freyr hafi sjálfur átt frumkvæði að því að láta af störfum, líkt og fram kom í tilkynningu frá Ljósleiðaranum þann 29. júní sl. Í kjölfar þess hafi stjórn Ljósleiðarans og fyrrverandi framkvæmdastjóri gert með sér samkomulag um starfslokin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK