Sameinað félag VÍS og Fossa heitir Skagi

Haraldur Þórðarson.
Haraldur Þórðarson. Ljósmynd/Aðsend

Skagi er nýtt nafn móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar.

Haraldur Þórðarson forstjóri afhjúpaði nafnið og nýtt lógó félagsins á viðburði með fjárfestum fyrr í dag.

Nafnið má einnig finna í tilkynningu sem send var á Kauphöllina fyrr í dag samhliða boði á aðalfund félagsins. Þar kemur fram að nafnið sé innblásið af „íslenskri náttúru, styrk hennar og samspili við líf fólksins í landinu“ eins og það er orðað.

Hér má sjá nýtt vörumerki Skagans.
Hér má sjá nýtt vörumerki Skagans.

„Nafn Skaga vísar í stórt nes eða langan höfða og þykir kröftugt en er á sama tíma stutt og hljómfagurt. Hinir ýmsu skagar landsins teygja sig tignarlega frá meginlandinu með fallegu útsýni yfir land og sjó. Tröllaskagi, Skipaskagi, Tindaskagi, Garðskagi og Skagatá - skaga er að ­finna í öllum landshlutum,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK