Aldrei að hrósa hálfjárnuðum hesti

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri,
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vel hefur tekist til varðandi fjármálastöðugleika hér á landi, að mati Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra.

Á kynningarfundi Seðlabanka Íslands í morgun vegna yfirlýsingar fjármálastöðugleikanefndar, var spurt hvort þróunin hérlendis eftir að heimsfaraldrinum lauk væri ekki til marks um að vel hefði tekist til varðandi varðveislu fjármálastöðugleika.

„Þetta er ekki búið ennþá“

„Þeir segja í Skagafirði að það megi ekki hrósa hálfjárnuðum hesti,” sagði Ásgeir og bætti við að það sama ætti við um fjármálastöðugleikann. Þar væri niðursveiflan eftir. Tekist hefði að halda skuldsetningu í kerfinu verulega niðri og eiginfjárhlutfall heimilanna í húsnæði hefði hækkað verulega.

Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika, …
Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika, sátu fundinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásgeir sagði bankann ekki sjá ójafnvægi í kerfinu. Það væri jákvætt og engir stórir innri áhættuþættir væru í kerfinu. „En þetta er ekki búið ennþá,” sagði hann og nefndi að vextir væru enn mjög háir og raunvextir væru að hækka, sem myndi setja álag á fjármálakerfið, líka þegar hægja færi á hagkerfinu.

„Það hvað það virðist vera að hægja á efnahagslífinu og draga úr þenslu eykur líkurnar á mjúkri lendingu, sem er gott fyrir fjármálastöðugleika,” greindi Ásgeir frá.

Kjarasamningar jákvæð tíðindi

Hann sagði einnig að undirritun kjarasamninganna á dögunum vera jákvæð tíðindi út frá fjármálastöðugleika. Með því aukist fyrirsjáanleiki.

Bankastjórinn tók þó fram að Íslendingar væru háðir því sem gerðist í útlöndum. Þó svo að það líti út fyrir að fjármálakerfið væri traust mætti alltaf búast við áföllum erlendis frá. Gott væri að vera viðbúin þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK