Embla Medical verður móðurfélag Össurar

Framvegis munu vörumerkin Össur, College Park, Fior & Gentz og …
Framvegis munu vörumerkin Össur, College Park, Fior & Gentz og ForMotion, starfa undir hatti Emblu Medical.

Á aðalfundi Össurar hf., sem fram fór í dag, samþykktu hluthafar tillögu um að móðurfélag Össurar taki upp nafnið Embla Medical hf., sem felur í sér að vörumerkin Össur, College Park, Fior & Gentz og ForMotion starfa framvegis undir hatti Emblu Medical. 

Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins. 

Höfuðstöðvar Emblu Medical eru á Íslandi og heildarfjöldi starfsfólks fyrirtækisins á heimsvísu er um 4.000, þar af eru um 700 sem starfa á Íslandi. Félagið er skráð í kauphöllinni í Kaupmannahöfn.

Þá segir í tilkynningunni að nýtt skipulag geri félagið betur í stakk búið til að halda áfram sókn sinni á nýja og stærri markaði og hlaut tillagan góðan stuðning á fundinum. Starfsemi Össurar verður óbreytt, eftir tilkomu móðurfélagsins, með áframhaldandi þróun, framleiðslu og sölu á stoð- og stuðningstækjum. 

Stjórnendur Novo Nordisk og Atos í stjórn Emblu

Einnig voru tveir nýir stjórnarmeðlimir kosnir í stjórn félagsins, þær Tina Abild Olesen, framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk og Caroline Vagner Rosenstand, forstjóri lækningatækjaframleiðandans Atos Medical, dótturfélags Coloplast.

Stofnun móðurfélagsins Embla Medical er mikilvægt skref í þróun félagsins og styður vel við okkar markmið og tilgang, sem í grunninn snýst um að styðja við sem flesta einstaklinga sem þurfa á okkar vörum og þjónustu að halda,“ segir Sveinn Sölvason, forstjóri Emblu Medical.

Framvegis munu vörumerkin Össur, College Park, Fior & Gentz og …
Framvegis munu vörumerkin Össur, College Park, Fior & Gentz og ForMotion starfa undir hatti Emblu Medical.

 

Sveinn þakkar jafnframt Guðbjörgu Eddu Eggertsdóttir fyrir gott samstarf í rúman áratug, en hún stígur nú úr stjórninni. Segir Sveinn það mikinn feng fyrir félagið að fá tvær nýjar og öflugar konur inn í stjórnina.  

Báðar eru þær lykilstjórnendur hjá alþjóðlegum heilbrigðistæknifyrirtækjum sem hafa náð framúrskarandi árangri á sínu sviði. Tina hjá Novo Nordisk er jafnframt varaforseti Alþjóða sykursýkisstofnunarinnar og Caroline forstjóri hjá Atos Medical, sem er vaxandi félag á sviði lækningatækja. Þekking og reynsla þeirra mun nýtast okkur afar vel við frekari uppbyggingu á Emblu Medical sem alþjóðlegs heilbrigðistæknifyrirtækis,“ segir Sveinn enn fremur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka