Skatturinn beinir spjótum að eigendum fyrirtækja

Skatturinn getur nú fært til tekna kostnaðarsöm hlunnindi af einni …
Skatturinn getur nú fært til tekna kostnaðarsöm hlunnindi af einni eða fleiri bifreiðum hjá stjórnendum fyrirtækja. Kristinn Magnússon

Skatturinn hefur í auknum mæli metið aðilum, sem eiga og verða að nota bifreiðar í rekstri sínum, það til tekna alveg óháð því hvort þeir hafi haft umráð yfir eða afnot af fyrirtækjabifreiðum eða ekki.

Þetta segir Guðbjörg Þorsteinsdóttir, lögmaður og meðeigandi hjá Deloitte legal, í samtali við ViðskiptaMoggann. Hún nefnir dæmi um ferðaþjónustuaðila sem nota bifreiðar til að ferja ferðamenn um landið. Skatturinn hafi metið slíkar bifreiðar til tekna og ekki tekið mark á skýringum rekstraraðila um að bifreiðin hafi eingöngu verið notuð í rekstrinum en ekki til einkanota.

Breytti skattmati

Þetta á rætur sínar að rekja til þess að Skatturinn breytti skattmatinu fyrir slíkan rekstur til að bregðast við úrskurði yfirskattanefndar. Nýtt mat veitir embættinu auknar heimildir til að reikna hlunnindi á fleiri en eina bifreið fyrir eigendur og stjórnendur fyrirtækja.

Í málinu sem um er að ræða færði stofnunin eiganda fyrirtækis til tekna bifreiðarhlunnindi af tveimur bílum í eigu fyrirtækisins. Yfirskattanefnd féllst ekki á þann málatilbúnað með vísan til þess að líffræðilegur ómöguleiki fælist í því að eigandinn gæti keyrt tvær bifreiðar í einu.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK